Leigutími er að lágmarki 4 mánuðir.
Lámarksgjald er 40.000 kr.
Tekið er við munum til geymslu í sept-november ár hvert ef um er að ræða vetrargeymslu. Tekið er við munum til langtímageymslu samkvæmt samkomulagi milli leigusala og leigutaka.
Munir eru teknir úr geymslu á tímabilinu apríl-maí ár hvert og fer það eftir veðurskilyrðum.
Óheimilt er að hreyfa við hlutum sem aðrir eiga á svæðinu. Brot á þessari reglu getur valdið tafarlausum brottrekstri af svæðinu og fæst leigugjald þá ekki endurgreitt að neinu leiti.
Leigusali ber ekki ábyrgð á þeim munum sem eru settir í geymslu. Leigusali bendir því leigutaka á að skynsamlegt getur verið að tryggja munina með því að tilkynna tryggingarfélagi sínu að húsvagn eða aðrar eigur hans séu staðsettar í geymslunni.
Leigusala ber ekki ábyrgð á tjóni sem leigutaki verður fyrir og rekja má til bilunar eða galla á búnaði, þ.m.t. á brunaviðvörunarkerfi, brunavörnum, þjófavarnarkerfi, vatnslekaviðvörunarkerfi, öryggismyndavélum, hreyfiskynjurum, meindýravörnum, vatnleiðslum eða rafmagni eða fyrrnefnt virkar ekki í samræmi við væntingar leigutaka. Þá ber leigusali ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til atvika sem talin verða falla undir óviðráðanleg tilvik (force majeure).
Ef leigutaki stendur ekki skil á leigugreiðslum eða vanefnir samning þennan að einhverju öðru leyti getur leigusali hindrað leigukaupa aðgengi að svæðinu.
Vanskilagjald að upphæð 950 kr. bætist við reikning falli skuld í eindaga. Vísað er til laga nr. 95/2008 og reglugerðar varðandi innheimtugjöld.
Leigusali hefur heimild til tafarlausrar riftunar leigusamnings ef hann telur að leigutaki hafi vanefnt leigusamninginn.
Greiðslur á leigu / endurgreiðsla greiðslutryggingar.
Leigutaka er skylt að ganga vel og snyrtilega um geymslusvæðið. Leigutaka er óheimilt að breyta geymslusvæði og er óheimilt að nota sameiginlegt rými til annars en að komast til og frá geymslusvæði. Leigutaka er óheimilt að framleigja leigu geymslusvæðis að hluta eða í heild og er einnig óheimilt að framselja réttindi sín eða skyldur samkvæmt samningi þessum. Óheimilt er að nota geymslusvæði á annan hátt en til geymslu muna og gagna.
Leigutaka er óheimilt að gefa öðrum en skráðum notendum upplýsingar um geymslusvæði eða veita þeim með öðrum hætti aðgang að geymslusvæði nema í fylgd leigutaka eða skráðra notenda.
Dýr eða lifandi verur af nokkru tagi þ.m.t. plöntur.
Matvæli sem geta rotnað eða þarfnast kælingar.
Ef samningur er bindandi til ákveðins tíma þá er hann bindandi jafnt fyrir leigutaka og leigusala. Leigusali getur þó sagt upp eða rift samningi efni leigutaki ekki alla skilmála samnings. Þegar binditími samnings er útrunninn er slíkur samningur þó enn í gildi nema að honum sé sagt upp skriflega.
Leigutaka er skylt að tilkynna leigusala skriflega og með sannanlegum hætti um allar breytingar á upplýsingum um leigutaka sem fram koma í leigusamningi.
Gagnkvæmur trúnaður skal ríkja á milli aðila. Leigutaki skal gæta trúnaðar um allt sem hann verður áskynja um við heimsóknir á geymslusvæði s.s. um hverja aðra leigutaka hann sér þar og hvaða hluti eða muni þeir geyma á geymslusvæðum sínum, hvernig starfsemi á svæðinu er háttað og hvernig öryggismálum er háttað í og við geymslusvæði þ.m.t. hvar eftirlitsmyndavélar eru staðsettar. Á leigutaka hvílir sú skylda að sjá til þess að skráðir notendur á hans vegum gæti sama trúnaðar gagnvart leigusala og hann sjálfur.
Leigutaka er kunnugt um og sættir sig við að geymslusvæði er vaktað með eftirlitsmyndavélum.
Ef ágreiningur kemur upp um túlkun eða framkvæmd leigusamnings eða skilmála þessa skulu aðilar leggja sig alla fram við að leysa þann ágreining með samkomulagi. Náist ekki samkomulag skal reka dómsmál vegna ágreiningsins fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra.