Tökum á móti húsvögnum og bílum 4.-6 september

Kæri viðskiptavinur
Við munum byrja að taka inn húsvagna og bíla helgina 4.-6.sept á milli 10 og 19.
Þeir viðskiptavinir sem hafa pantað og greitt staðfestingargjaldið mega því vinsamlegast koma með tækin sín til okkar eða hafa samband ef þessi tíminn hentar ekki.
Best er að senda okkur póst á netfangið pantanir@geimur.is eða hringja á milli 8 og 17 virka daga í síma 4557900.

Sjá staðsetningu okkar hér

Minnum á að fjarlægja þarf gaskúta og rafgeyma úr húsvögnum
Við viljum benda viðskiptavinum á að Geimur geymslur bera ekki ábyrgð á munum sem eru í geymlsu, sjá nánar 3. Almenn ákvæði í skilmálum okkar https://geimur.is/skilmalar/

Bendum við því viðskiptavinum okkar á að trygga tækin sín áður en þau koma í geymslu hjá okkur.


Hlökkum til að sjá ykkur