Sumarið er að koma


Ágæti leigjandi,
nú teljum við að sumarið sé á næsta leiti og því höfum við ákveðið að taka út húsvagna og aðra muni sem eru í geymslu hjá okkur helgina 24-25. apríl.
Vögnum og bílum verður raðað fyrir utan hjá okkur og viljum við því biðja þig um að senda á okkur póst á netfangið pantanir@geimur.is ef þú getur ekki sótt á þessum tíma.


Ef þú ætlar að tryggja þér pláss veturinn 2021-22 biðjum við þig um að millifæra 15.000 kr. staðfestingargjald á reikning okkar
0370-26-630122
630119-0810
MUNA AÐ SETJA INN NÚMER Á TÆKI Í BANKANUM
Gjaldið gengur svo upp í leigu þegar húsvagn er kominn í geymslu hjá okkur.
Ath. Gjaldið fæst ekki endurgreitt og er ekki framseljanlegt

Sjá verðskrá okkar hér Verðskrá – Geimur Sauðárkróki


Nauðsynlegt er að setja inn skráningarnúmer tækis í skýringu á millifærslunni og/eða þá senda okkur póst þar sem upplýsingar um greiðanda og húsvagn/tæki koma fram.


Í byrjun maí munum við auglýsa laus þau pláss sem ekki hafa verið staðfest
Geimur geymslur Sauðárkróki og Hofsósi.